Taktu þátt

Af hverju ættirðu að hjálpa okkur?

Barátta fyrir bættri framtíð hvala við Íslandsmið

Einungis eitt prósent Íslendinga segist borða hvalkjöt reglulega; það er fyrst og fremst ferðamannaiðnaðurinn sem ýtir undir eftirspurnina eftir hrefnukjöti á íslenskum veitingastöðum. Ferðalag til Íslands kann að breyta lífi þínu – og ÞÚ getur aðstoðað við að vernda hrefnuna.

Hvalaskoðun á Íslandi og hvalvænir veitingastaðir eru framtíðin

Það er ekki til nein mannúðleg leið til að drepa hvali. Hvalveiðimenn reyna að hitta dýr á hreyfingu sem er að mestu undir yfirborði sjávar og eru að auki að skjóta skutlinum frá skipi á hreyfingu. Stundum tekur dauðastríð hvalsins meira en 30 mínútur.

Hvalaskoðun sem stunduð er af fagmennsku er hins vegar sjálfbær og umhverfisvæn sem bæði styrkir efnahagsstoðir sjávarbyggða og eykur þekkingu almennings á hvölum og verndun þeirra.

Hvorki meira né minna en 23 mismunandi hvalategundir hafa fundist í hafinu umhverfis Ísland. IFAW hefur stutt við hvalaskoðun á Íslandi 1990 og hjálpaði til við að koma á fót IceWhale, frjáls félagasamtökum íslenskra hvalaskoðunarfyrirtækja. Markmið IceWhale er að vera sameiginlegur vettvangur íslenskra hvalaskoðunarfyrirtækja til að stuðla að ábyrgri hvalaskoðun sem og hvalavernd. IceWhale hefur tekið saman lista um hvalvæna veitingastaði, sem margir nota hvalavina-merkið okkar. Ef þú heimsækir einhvern þessara staða, láttu þau endilega vita að þú kunnir að meta þá ákvörðun þeirra að selja ekki hvalkjöt!

 

Þú þarft ekki að borða hrefnukjöt til þess að upplifa ekta Íslandsferð

„Meet Us Don’t Eat Us“ átakið

„Hittu okkur, ekki éta okkur“ (e. Meet Us Don’t Eat Us) er samstarfsverkefni IFAW og IceWhale sem var ýtt úr vör í Reykjavík árið 2011. Þetta er átak þar sem erlendir ferðamenn eru hvattir til þess að fara í hvalaskoðun frekar en að borða hvalkjöt. Nú þegar hafa rúmlega 500 sjálfboðaliðar víðs vegar að úr heiminum tekið þátt.

Ferðamennirnir sjálfir gegna lykilhlutverki í að hvetja til ábyrgrar ferðamennsku

Ferðamönnum sem koma til Íslands er stundum ranglega greint frá því að hvalveiðar séu hefðbundin íslensk atvinnugrein og að flestir Íslendingar borði reglulega hvalkjöt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að samkvæmt könnun sem gerð var árið 2017 sögðu 81,4 prósent Íslendinga að þeir hefðu aldrei keypt hvalkjöt á síðustu tólf mánuðum og aðeins 1 prósent sagðist kaupa hvalkjöt reglulega.

2018 er lykilár

Veiðiheimildir Íslands á hrefnu og langreyði renna út í ár og ríkisstjórnin þarf að samþykkja að endurnýja þær ef hvalveiðar eiga að halda áfram árið 2019. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lýsti því yfir í maí 2018 að endurskoða þyrfti hvalveiðistefnu Íslands. Hvorki hún né flokkur hennar telja hvalveiðar vera sjálfbæra atvinnugrein.

Þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að grípa til aðgerða og hvetja til aukinnar meðvitundar um hlutskipti hvala meðal ferðamanna sem heimsækja Ísland. Okkar starf er að vekja athygli á aðrir raunhæfir valkostir en hvalveiðar séu til staðar, valkostir sem koma ekki niður á velferð þessara dýra.

Um IFAW

IFAW stendur fyrir International Fund for Animal Welfare, eða Alþjóðlega dýravelferðarsjóðurinn, og voru samtökin stofnuð árið 1969. Þetta eru alþjóðleg samtök sem stuðla að verndun dýra og lífríkis þeirra. Við erum með skrifstofur í 15 löndum og sinnum verkefnum í 40 löndum, þar sem við björgum dýrum og endurhæfum þau áður en við sleppum þeim lausum aftur út í náttúruna í öruggt umhverfi, víðs vegar um heiminn. Við erum í samstarfi bæði við ríkisstjórnir og bæjaryfirvöld í einstökum byggðarlögum, þar sem reynslumiklir baráttumenn, sérfræðingar á sviði lögfræði, stjórnmála og færustu vísindamenn leggja grunn að langtímalausnum við ýmsum brýnustu málefnum dýravelferðar og náttúruverndar í dag.