Hvalir

Hvalir

Ímynduð fiskabúr

Ísland er ásamt Noregi og Japan einu löndin sem enn veiða hvali í atvinnuskyni. Algeng rök þeirra sem styðja hvalveiðar í atvinnuskyni eru að hvalir  gangi á fiskistofna – og séu þar með í beinni samkeppni við fiskiveiðimenn.

En lífkerfi hafsins er alltof flókið til þess að hægt sé að álykta að með því að fjarlægja ákveðinn fjölda hvala þá muni fjöldi fiska aukast. Rannsóknir sem gerðar hafa verið undanfarin ár hafa kippt stoðunum undan þessari fölsku röksemd þar sem litið er á lífkerfi hafsins eins og fiskabúr.

Hvalir eiga í jákvæðu sambandi við umhverfi sitt, sem er mikilvægt bæði lífkerfi sjávar og mönnum.

Hlutverk innan vistkerfi hafsins

Hvalapumpa: Hringrás dýrmætra næringarefna

Hvalir gegna einnig hlutverki sem nokkurs konar sjávarverkfræðingar, sökum þess hvernig líkamsvessar sem þeir losa verða að því sem vísindamenn kalla hvalapumpu. Hvalir létta oft á sér við yfirborð sjávar þegar þeir koma upp til að anda. Hægðir þeirra (og næringarefnin í þeim) dreifast um efri lög hafsins og fellur einnig alla leið á sjávarbotn. Hvalir nærast mest á hryggleysingjum og fiskum sem lifa dýpra í hafinu, þannig að með því að gera hægðir sínar við yfirborð sjávar koma þeir mikilvægum næringarefnum í umferð, sem annars myndu bara liggja mun dýpra í hafinu, og hjálpa þar með þeim mörgu sjávardýrum sem lifa og nærast í efri lögum hafsins.

Handanlífs framlag til lífkerfis sjávar

Og eins og lífsins gangur er þá deyja hvalir líka náttúrulegum dauðdaga og þegar það gerist þá fljóta skrokkarnir af þeim niður á við, eitthvað sem vísindamenn kalla „hvalafall.“ Þegar þetta gerist verða hvalirnir fæða fyrir ótal sjávardýr, svosem hákarla og slímála sem gæða sér á hræinu, að ótöldum ótal smærri formum lífs í djúphafinu. Heilu djúpsjávarlífkerfin byggjast í kringum hvalskrokka og næringarefnin sem þeim fylgja. Hvalahræ gegna einnig hlutverki í að stýra loftslagi hafsins með því að ferma kolefni niður í djúphöfin – þar sem kolefnin sem hvalirnir bera með sér falla með þeim þegar skrokkarnir sökkva.