Um herferðina

Um átakið

Aðeins eitt fyrirtæki hefur keyfi til veiða á langreyðum, næst stærsta dýri jarðar. Þann 19. Febrúar 2019 undirritaði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra reglugerð sem heimilar veiðar á allt að 2130 hrefnum og langreyðum til ársins 2023. IFAW og samstarfsfólk okkar á Íslandi krefst  þess að veiðarnar verði stöðvaðar.

Hrefnur eru veiddar til að fæða ferðamenn og afurðir langreyða eru fluttar til Japans.

Hrefna

Hrefnur eru næst minnstu skíðishvalir veraldar. Einkennandi fyrir þær er hvít lína á sitthvoru bægslinu en að öðru leyti eru þær mestan part dökk gráar að lit. Þær hafa um 300 skíði í efri kjálka sem þær nota sem sigti við fæðuöflun.

Langreyður

Langreyðar eru næst stærstu spendýr jarðar. Aðeins steypieyðurin er stærri. Þær skera sig úr ekki aðeins sökum stærðarinnar heldur líka vegna gríðarlegs blásturs þeirra sem nær níu metra upp í loftið.

Hvalir í kringum Ísland

Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn (IFAW – International Fund for Animal Welfare) hefur barist fyrir verndun hvala við Íslandsstrendur frá árinu 1990, þegar samtökin fjármögnuðu fyrstu rannsóknina á því hvort hvalaskoðun væri fýsilegur framtíðaratvinnuvegur á Íslandi. Hugmyndin hefur ætíð verið sú að skapa jákvæðan valkost annan en ómannúðlegar hvalveiðar. Hvalveiðar hófust á ný á Íslandi árið 2003 eftir 13 ára hlé. Nú í ár eru bæði hrefnur og langreiðar veiddar, að verulega leyti til vegna eftirspurnar ferðamanna sem heimsækja íslenska veitingastaði og vilja prófa hvalkjöt fyrir forvitnissakir.

„Hittu okkur, ekki éta okkur“ (e. Meet Us Don’t Eat Us) er tímamótaátak sem ætlað er að auka meðvitund almennings um verndun þeirra mikilfenglegu hvalastofna sem lifa við strendur Íslands.

(Meet Us Don’t Eat Us) er samstarfsverkefni IFAW og hvalaskoðunarsamtökum Íslands IceWhale. Átakinu var ýtt úr vör í Reykjavík sumarið 2011 og hingað til hafa yfir 500 sjálfboðaliðar frá 30 löndum tekið þátt í verkefninu sem fer að mestu leyti fram yfir sumarmánuðina í Reykjavík.

Hingað til höfum við safnað meira en 100 þúsund undirskriftum frá bæði erlendum gestum og Íslendingum, sem heita því að borða ekki hvalkjöt og hvetja til þess að ómannúðlegum og óþörfum hvalveiðum sé hætt. Við förum reglulega með þessar undirskriftir til sjávarútvegsráðherra til þess að ítreka andstöðuna við hvalveiðar, bæði innan lands og utan.

Markmið okkar er að endir verði bundinn á hvalveiðar á Íslandi

Við fræðum gesti um staðreyndir um hvalkjötsneyslu á Íslandi og hvetjum þá til þess að leggja niður gaflana í stuðningi við afnám hvalveiða. Það er óþarfi að smakka hvalkjöt á íslenskum veitingastöðum þegar raunin er sú að neysla hvalkjöts meðal íslensks almennings er lítil og hvalveiðar eru ekki íslensk menningararfleifð.

Hvalveiðar við Ísland í atvinnuskyni hófust ekki fyrr raunverulega en árið 1948 þegar fyrirtækið Hvalur hf. hóf starfsemi í Hvalfirði. Fram að því höfðu fyrst og fremst erlend skip stundað hvalveiðar við Íslandstrendur, þar á meðal norsk, amerísk, dönsk, hollensk og basknesk skip.

Þessi jákvæða nálgun sýnir að hvalaskoðun er sjálfbærari leið til þess að nýta hvali

Þótt viðfangsefnið sé alvarlegt er  (Meet Us Don’t Eat Us) átakið jákvæð jafningafræðsla þar sem við nálgumst ferðamenn og Íslendinga í uppbyggilegri samræðu, þar sem við bendum á að sjálfbærasta leiðin til þess að nýta hvali sé í gegnum hvalaskoðun. Með því að taka þátt í samræðum, dreifa upplýsingaefni, styðja við hvalvæna veitingastaði og safna undirskriftum þrýstum við á Sjávarútvegsráðuneytið að binda endi á hvalveiðar og hvetjum fólk til þess að styðja við bakið á hvalaskoðun. Niðurstaðan er sú að fólk sér áhrifin sem þeirra eigið val hefur, eins og kom í ljós þegar við skiluðum inn rúmlega 50.000 undirskriftum í maí 2017 og viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þeim.

Hvalaskoðun og hvalveiðar fer ekki saman

Sem stendur fara nær allar hrefnuveiðar fram í Faxaflóa, nálægt ströndum Reykjavíkur. Megnið af hvalaskoðuninni fer fram á sömu slóðum, sem þýðir að hvalveiðarnar skaða hvalaskoðunina, auk þess að skaða hvalina sjálfa. Hvalaskoðunarsamtök Ísland hafa unnið náið með IFAW til þess að kalla eftir aukinni vernd fyrir hvali á þessu svæði.

Árangurinn sá að neysla hvalkjöts á Íslandi minnkar

Kannanir hafa sýnt að neysla ferðamanna á hvalkjöti hefur minnkað um helming frá því verkefnið hófst og við hyggjumst minnka hana enn frekar. Þú getur lagt okkur lið með því að velja hvalvæna veitingastaði á ferðum þínum um landið. Við hvetjum þig til þess að sýna starfi okkar áhuga og velja hvalvænan veitingastað á meðan þú ert á Íslandi. Jákvætt framlag þitt er svo sannarlega mikils metið!

Hvalkjötsneysla er ekki hefð og fáir heimamenn borða það, af hverju gera ferðamenn það þá?

IFAW hefur reglulega staðið fyrir könnunum frá árinu 2004 sem sýna skýrt að boðskapur okkar, um að hvalir séu meira virði lifandi en dauðir, er að ná eyrum Íslendinga. Árið 2017 sögðust aðeins 1 prósent Íslendinga borða hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári, 81 prósent sögðust aldrei hafa borðað það (Heimild: Gallup, október 2017).

Undanfarin ár hefur því mikið áunnist í átt að því markmiði okkar að binda endi á hvalveiðar í atvinnuskyni á Íslandi. Við hvetjum þig til þess að ganga til liðs við okkur fyrir því að vernda hvalina. Fyrir það yrðum við ævinlega þakklát!

Mun hvalaskoðun halda áfram?

IceWhale og IFAW hafa unnið náið saman í mörg ár. Í sameiningu er markmið okkar að upplýsa og fræða Íslendinga sem og ferðamenn um lykilstaðreyndir varðandi hvalkjötsneyslu á Íslandi og að afla stuðnings fyrir því að binda endi á hvalveiðar í atvinnuskyni, sem og að hvetja þá til þess að borða á hvalvænum veitingastöðum. Þið getið fræðst nánar um hvalvæna veitingastaði á Íslandi með því að heimsækja vefsíðuna www.icewhale.is og ef þið viljið mæla með einum slíkum, sendið þá IceWhale skilaboð á info@icewhale.is