Saga hvalveiða

Fyrstu heimildir: Baskarnir

12 – 17 öld

Það má segja með nokkurri vissu að Baskar hafi fyrstir allra þróað það sem kalla má „skipulagðar hvalveiðar“ í Evrópu. Heimildir benda til þess að þeir hafi verið byrjaðir að veiða Sléttbak í Biskajaflóa á tólftu öld. Í kjölfarið er talið að þeir hafi fært sig lengra í norðvesturátt þegar að Sléttbökum í Biskajaflóa tók að fækka ört. Þeir hófu hvalveiðar við Svalbarða árið 1596 og heimildir benda til þess að þeir hafi verið byrjaðir að veiða við Íslandsstrendur árið 1604 (í íslenskum handritum frá þessum árum má sjá menn veiða hvali með skutli strax árið 1610). Baskneskum hvalstöðvum var komið á laggirnar á Íslandi á árunum 1613 til 1615 og ein þeirra var staðsett nálægt Steingrímsfirði. Það eru sömuleiðis heimildir um það að Hollendingar, Danir og Norðmenn hafi hafið hvalveiðar við Íslandsstrendur snemma á sautjándu öld. Baskarnir voru fljótlega byrjaðir að veiða hvali nálægt Labrador og Nýfundnalandi, sem og við Ísland.

Baskar einbeittu sér að því að veiða Sléttbaka af því þeir synda hægt, eru með þykkt lag af spiki og afla sér fæðis nálægt eða við yfirborð sjávar, auk þess sem þeir halda sig mest nálægt ströndinni. Allt þetta gerir þá auðveldari skotmörk, auk þess sem þeir fljóta áfram eftir að þeir hafa verið drepnir. Basknesku hvalveiðimennirnir sigldu á viðarbátum og notuðu skutla sem kastað var með handafli, sem þýddi að þessir auðveiddu hvalir voru óvenju viðkvæmir fyrir ágangi hvalveiðimanna í samanburði við aðra hvali.

Frásagnir frá bæði sautjándu og átjándu öld sýna fram á hve algengar hvalveiðar Baska við Íslandsmið voru. Lítið er vitað um samskipti Baska og Íslendinga á þessum tíma, það er þó talið að þau hafi verið nokkur og að Íslendingar hafi mögulega átt í ábátasömum viðskiptum við Baskana. Hins vegar skrifaði Jón lærði Guðmundsson um Baskavígin sem áttu sér stað árið 1615, þegar 32 Baskar voru myrtir eftir að þeir urðu strandaglópar á Íslandi eftir að hvalveiðiskip þeirra eyðilögðust.[1]

18. öldin: Bandaríkin og Frakkland

Talið er að hvalveiðar Frakka við Íslandsmið hafi hafist á bilinu 1716 og 1727. Það er þó talið að veiðar þeirra hafi að mestu farið fram enn norðar í Atlantshafinu (rétt eins og á sautjándu öldinni), þar sem siglingaskilyrði gerðu þeim auðveldara fyrir að veiða Sléttbak þar.

Það eru einnig heimildir fyrir því að bæði norður-amerískir og franskir hvalaveiðimenn hafi veitt við Íslandstrendur frá því seint á átjándu öld og alla nítjándu öldina. Heimildir eru meðal annars til um hvalveiðar fyrirtækis frá Nýja Englandi í Bandaríkjunum árið 1776 og frönsk skip frá Le Havre árið 1844.[2]

19. öldin: Uppruni „nútíma“ hvalveiða og Noregur

Með tilkomu gufuskipa um miðja nítjándu öld gátu hvalveiðimenn farið að veiða aðrar hraðskreiðari hvalategundir, eins og sandreyð og búrhvali, sem eru það fljótir að áður fyrr var mun erfiðara að veiða þá. Þessu til viðbótar breytti uppfinning nýrra skutula miklu, en þeir voru með sprengiefni á oddinum sem fyllti hvalina af lofti sem þýddi að þeir flutu eftir að búið var að skjóta skutlinum í þá. Þetta opnaði möguleikann á miklu meiri og markvissari hvalveiðum, með leiðum sem áður höfðu verið ómögulegar. Þetta varð til þess að hvalveiðar voru stundaðar af áður óþekktum mælkivarða.[3]

Norður-amerískar hvalveiðar

Bandaríkjamaðurinn Thomas Roy þróaði eldflaugarskutulinn árið 1856 og sem skipstjóri Hreyndýrsins (e. Reindeer) þá sigldi hann til austurstrandar Íslands árið 1862 til þess að reyna nýju uppfininguna. Hann reyndi upprunalegu útgáfuna á 20 íslenskum skíðishvölum og tilraunin misheppnaðist, þar sem hvalirnir sukku allir eftir að þeir voru drepnir. Íslensk yfirvöld voru ósátt við að Roy skyldi nota hafið umhverfis landið í tilraunaskyni, en hann fór engu að síður að fjöldaframleiða endurbætta útgáfu vopnsins í New Jersey og snéri aftur og tókst að veiða 40 hvali á Íslandsmiðum árið 1865 og 90 árið eftir.

Árið 1863 stofnsetti Roy og annar Bandaríkjamaður að nafni Lilliendahl fyrstu nútímalegu hvalstöðina á Íslandi, við austurströndina hjá Seyðisfirði. Þeir héldu þar úti bát og gufuskipi sem og tveimur hvalveiðiskipum með togvélar. Starfsemin entist aðeins í örfá ár.[4]

Danskar hvalveiðar

Ísland var enn dönsk hjálenda og um miðja nítjándu öld var danskt hvalveiðifélag staðsett í Djúpavogi á Austurlandi einnig stórtækt. Danska fiskveiðifélagið (Det Danske Fiskeriselskab) var stofnað af danska flotaforingjanum O.C. Hammer árið 1865. Hammer setti á fót tvær hvalstöðvar, á suðvestur- og austurströndinni, en hætti hvalveiðum árið 1869. Allan þennan tíma hjálpaði Roy honum við að þjálfa hvalveiðimenn og seldi þeim skutla. Þá er talið að á árunum 1869 til 1875 hafi hollenskir aðilar enn verið að veiða hvali á Íslandsmiðum.[5]

Norskar hvalveiðar

Árið 1862 helgaði norski hvalaveiðimaðurinn Svend Fyon sig því að finna „bestu“ leiðina til að veiða skíðhvali. Árið 1866 kom hann til Íslands til þess að fræðast betur um aðferðir Roy og árið 1870 þróaði hann skutla með sprengiefni í oddinum.

Árið 1879 veiddu íbúar norska smábæjarins Haugasunds síld við Íslandsstrendur; einn sjómannana, Mons Larsen Kro, hafði samband við Fyon og saman reistu þeir Ísafold og byggðu hvalstöð við Alptafjörð, við norðvesturströnd landsins, árið 1883. Fyon stofnaði líka hvalstöð við Norðfjörð á austurströndinni. Það er talið að þeir hafi aðallega veitt steypireyð.

Íslensk og dönsk yfirvöld, sem og íslenska sjómannasamfélagið, krafðist þess að Fyon gerðist danskur ríkisborgari og myndi setjast að á Íslandi ef hann ætlaði að halda veiðunum áfram. Hann neitaði því og seldi hlut sinn til Norðmannsins Thomas Amile. Amile flutti til Íslands og hóf starfsemina á ný, hélt áfram að veiða steypireyð og keypti annan hvalveiðibát árið 1887. Veiðarnar gengu illa árin 1889 til 1893 en mörg fyrirtæki sýndu hvalveiðum á Íslandsmiðum áhuga – og árið 1894 hófst tímabil sívaxandi hvalveiða, sem stóð yfir næstu sautján árin. Sem dæmi má nefna að Amile keypti sitt þriðja hvalveiðiskip árið 1894 og veiddi árið eftir 128 hvali, sem var þá metveiði.

Árið 1883 veitti íslenska ríkisstjórnin Noregi leyfi til þess að byggja hvalstöðvar á Íslandi, sem varð til þess að átta stöðvar voru byggðar á Vestfjörðum og sex á Austfjörðum. Tvær stærstu stöðvarnar voru þær stærstu á gervöllu Norður-Atlantshafssvæðinu, og voru þær undir stjórn Norðmannsins Hans Ellefsen. Árið 1901 fjölgaði hann í flota sínum úr tveimur skipum í sjö. Afgöngum hvalskrokka var hent í íslenskar fjörur eftir að búið var að vinna allt nýtilegt úr þeim, sem olli því að margir landsmenn kvörtuðu undan því að rotnandi skrokkarnir væru hættulegir sauðfé, sem kom á ströndina í leit að sjávarþangi. Ellefsen hugnaðist ekki þessi vinnubrögð og setti upp gúanóverksmiðju.

Hvalveiðar á Austfjörðum entust í rétt rúmlega áratug og samtals var búið að veiða 1305 hvali árið 1902. Árið 1911 seldi Ellefsen útgerðina til Christian Salversen – og tiltók ofveiði sem ástæðu, enda gerði hún veiðarnar óarðbærar.

Á fyrsta áratug tuttugustu aldar hafði hvalastofnum hrakað mjög og norsk hvalveiðifyrirtæki færðu sig nær heimskautasvæðinu, þar sem enn mátti finna mikið af hval. Alls voru 10,475 hvalir veiddir á árunum 1895 og 1905, aðallega af norskum hvalveiðimönnum.[6]

20. öldin: Svar Íslendinga

1902

Starfsemin hélt áfram fyrstu ár 20. aldar, þar á meðal fjárfestingar Salversen í danska fyrirtækinu Dansk Hvalfangst-og Fiskeri Aktieselskab, sem áður hafði verið norskt fyrirtæki sem hóf starfsemi á Ísafirði árið 1897. Eftir að hafa lokað því árið 1904 keypti Salvesen fyrirtæki Amile, sem og annað fyrirtæki árið 1906 sem var í eiguMarcus C. Bull, sem nýverið hafði hlotið danskan ríkisborgararétt.

Erlendir aðilar héldu einnig áfram hvalveiðum við Ísland. Árið 1903 hóf þýska fyrirtækið Deutsche Seefischerei-Verein (Þýska sjóveiðasambandið) veiðar við austurströnd Íslands. Höfuðstöðvar fyrirtækisins voru í Hamborg. Sú starfsemi gekk illa og Bull keypti hana, fyrir hönd Salvesen, og lét taka hvalstöð þeirra í sundur og flutti hana til Falklandseyja.[7]

Fram að þessu höfðu Íslendingar nánast ekkert stundað hvalveiðar, öll hvalveiðifyrirtækin voru í erlendri eigu. En árið 1897 var Hvalaiðnaðarfélag Íslands (Hval-Industri Aktieselskabet Island) stofnað af Íslendingnum A. Ásgeirssyni. Fyrirtækið var skuldsett í von um framtíðargróða en fyrirtækinu mistókst að skila hagnaði og Ásgeirsson seldi það árið 1906 og lagt niður nokkrum árum seinna sökum takmarkaðra tekna.[8]

1913

Íslendingar höfðu reynt frá því lokum nítjándu aldar að hafa stjórn á hvalveiðum á Íslandsmiðum. Sem dæmi voru hvalveiðar bannaðar árið 1886 innan íslenskrar lögsögu á sumrin, sem og á síldarveiðisvæðum. En íslenska landhelgin var þegar þarna var komið sögu aðeins 3 sjómílur frá ströndu og megnið af hvalveiðum fór fram lengra frá landi og þetta hafði því lítið áhrif á þær veiðar – og það voru engar hömlur á því að draga hvalina í gegnum lögsöguna og í hvalstöðvarnar, sem í raun gerði bannið marklaust. Það var þó vaxandi andstaða gegn hvalveiðum meðal íslenskra sjómanna sem varð til þess að aftur var reynt að banna hvalveiðar árið 1903, en þeirri tillögu var hafnað af Alþingi.

Tveimur árum síðar ræddi Alþingi um að koma á hvalveiðibanni og tilkynnti loks árið 1913 að tíu ára bann við hvalveiðum myndi taka gildi í október árið 1915 og það var svo framlengt til ársins 1928, en þá fellt úr gildi. Deilt er um hvort þetta hafi verið gert til þess að vernda ört minnkandi hvalastofna eða til þess að hvetja til stofnunar íslenskra hvalveiðifyrirtækja. Aðrar ástæður sem voru tilteknar voru erlendur ágangur, mengunin sem fylgdi eftirvinnslu hvalveiðanna og neikvæð áhrif á fiskveiðar í fjörðum vegna ofveiði. Árið 1915 höfðu um 17 þúsund hvalir verið veiddir á Íslandsmiðum.[9]

1935

Ísland hóf hvalveiðar í atvinnuskyni árið 1935, með nýrri löggjöf sem heimilaði aðeins íslenskum hvalveiðimönnum að veiða í íslenskri landhelgi. Starfsemin hófst af alvöru þegar hvalveiðifyrirtæki með aðsetur á Tálknafirði opnaði árið 1940.[10]

1925

Um tíu árum eftir að hvalveiðum var hætt árið 1915 hófu smærri skip í sjávarþorpum að veiða takmarkað magn af hrefnu til neyslu á heimaslóðum. Þessar takmörkuðu veiðar héldu áfram í nokkra áratugi, þangað til hrefnuveiðar við strendur Íslands ukust mjög hratt á sjöunda og áttunda áratug tuttugustu aldar.

1944

Ísland hlaut fullveldi frá Danmörku árið 1918 og varð sjálfstætt ríki árið 1944.[12]

1948

Árið 1948 byggði annað íslenskt fyrirtæki, Hvalur H/F, hvalstöð í Hvalfirði og veiddi árið 1975 að meðaltali 250 langreyðar, 65 sandreyðar og 78 búrhvali árlega, til viðbótar við nokkra steypireyði og hnúfubaka. Megnið af hvalkjötinu var selt til Bretlands, á meðan hvalamjöl var notað til dýraeldis innanlands. Fram að lokum 20. aldar veiddu íslenskir hvalveiðimenn alls um 17 þúsund hvali á Íslandsmiðum.

Það var sömuleiðis árið 1948 sem Ísland samþykkti alþóðasamning um stjórnun hvalveiða (ICRW) og hóf að mæta á árlega fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins.[13]

1950 – 1985

Alþjóðasamningur um stjórn hvalveiða var saminn til þess að „tryggja örugga vernd hvalastofnana og leggja þar með grundvöll að skipulögðum hvalaiðnaði.“ Allt þetta tímabil var mest veitt af langreyðum, sandreyðum, búrhvölum og hrefnum, þar sem steypireyðar og hnúfubakar voru enn mjög sjaldgæfir; þessar tegundir nutu lagalegrar verndar Alþjóðahvalveiðiráðsins seint á sjötta áratugnum, þótt Ísland hafi upphaflega mótmælt því að steypireyðar yrðu verndaðar. Sandlægjur og sléttbakar höfðu þegar verið ofveiddar þannig að lá við útrýmingu stofnana á annars vegar 17. öld (sandlægjur) og hins vegar 19. öld (Sléttbakur). Veiðar á hrefnum hófst ekki á Íslandi fyrr en á 20. öld – um 1914 – og þær voru veiddar þangað til reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins kváðu á um annað frá árinu 1985.[14]

1982

Sökum þess að hvalastofnar voru að minnka um heim allan kaus Alþjóðahvalveiðiráðið með banni á hvalveiðum í atvinnuskyni árið 1982, sem taka myndi gildi árið 1986. Alþingi kaus í febrúar árið 1983 að mótmæla ekki ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins með naumum meirihluta atkvæða, 29 atkvæðum gegn 28. Alþjóðahvalveiðiráðið leyfði hins vegar áfram hvalveiðar í vísindaskyni (VIII grein í alþjóðasamningi um stjórnun hvalveiða) og Hafrannsóknarstofnun bjó til fjögurra ára rannsóknaráætlun sem þýddi að árlega yrðu veiddar 80 langreyðar, 40 sandreyðar og 80 hrefnur. Hval H/F var falið að sinna þessum rannsóknum.[15]

1989

Þessari banvænu rannsóknaráætlun lauk árið 1989 og höfðu þá 362 hvalir verið veiddir á þessum fjórum árum (en upphaflega stóð til að veiða 800 hvali). Þrátt fyrir tilskipanir Alþjóðahvalveiðiráðsins þess efnis að kjötið yrði allt notað til innanlandsneyslu þá flutti Ísland stóran hluta af hvalkjötinu til Japans. Þetta sama ár var tvisvar reynt að leggja fram frumvarp á Alþingi sem myndi benda enda á þessar rannsóknaráætlanir og hvalveiðarnar sem þeim fylgdu – hvorug leiddi til neinnar formlegrar niðurstöðu.[16]

1991

Í desember árið 1991 ákvað ríkisstjórn Íslands að ganga úr Alþjóðahvalveiðiráðinu frá og með júní það ár, í mótmælaskyni við það að Alþjóðahvalveiðiráðið hafði ekki endurskoðað eða fellt niður hvalveiðibannið frá 1982, auk þess sem umsókn Íslands um að halda áfram hvalveiðum í vísindaskyni var hafnað.[17]

1992

Ísland tók þátt í fyrsta fundi Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) árið 1992 á Grænlandi, sem og vígslufundi ráðsins í Færeyjum og öðrum fundi ráðsins í Noregi árið 1993. Ísland sóttist eftir hrefnuveiðaheimildum sem það taldi að NAMMCO myndi veita, en önnur meðlimalönd ráðsins höfðu ekki hug á að fara gegn tilskipunum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þessu til viðbótar tók Ísland árið 1992 frumkvæði í viðræðum við Sameinuðu þjóðirnar varðandi Framkvæmdaáætlun 21, sem miðaði að því að fá NAMMCO viðurkennt sem raunhæfan valkost við Alþjóðahvalveiðiráðið. Það var hins vegar ákveðið á fundinum að Alþjóðahvalveiðiráðið myndi áfram teljast alþjóðlegt yfirvald þegar kom að hvalavernd og stjórnun hvalveiða. [18]

Frá 1990 til 2003 áttu engar hvalveiðar sér stað á Íslandsmiðum.[19]

Hvalveiðar í atvinnuskyni endurvaktar í gegnum sjálfskipaða kvóta

2002

Ísland gekk aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið árið 2002 með lagalega umdeildum fyrirvara um hvalveiðibannið; sökum þess fyrirvara neita ákveðin lönd ennþá að viðurkenna Ísland sem fullgildan aðila í ráðinu. Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins 2002 lýsti Ísland einnig yfir þeirri ætlun að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni á ný fyrr en 2006 (eða síðar) svo lengi sem Alþjóðahvalveiðiráðinu miðaði áfram, að mati Íslands, í þá átt að búa til kvótakerfi sem gerði hvalveiðar í atvinnuskyni mögulegar.[20]

2003

Ísland hóf fimm ára rannsóknaráætlun á hvalastofnum á milli 2003 og 2007 og hófu á ný hvalaveiðar í vísindaskyni á hrefnum, sandreyðum og langreyðum (báðir síðarnefndu stofnarnir eru í útrýmingarhættu). Yfirlýst markmið áætlunarinnar var að rannsaka mataræði og mengunarefni og upphaflega var reiknað með að hægt yrði að veiða alls 500 hvali af öllum þessum þremur tegundum. Á endanum voru þó einungis 196 hrefnur veiddar á þessu tímabili. Árið 2007 tilkynnti sjávarútvegsráðherra að rannsóknaráætluninni væri lokið.[21]

2006

Ísland hóf hvalveiðar í atvinnuskyni á nýjan leik árið 2006, sem fól í sér heimild til þess að veiða níu langreyðar í útrýmingarhættu og 30 hrefnur (af þeim voru sjö af hvorum stofni veidd á endanum).[22]

2008

Íslenska ríkisstjórnin gaf út að kvótinn fyrir hrefnuveiðar væru 40 hrefnur, þar af voru 38 veiddar.[23]

2009

Í janúar árið 2009 féll ríkisstjórn Íslands í kjölfar alþjóða fjármálahrunsins. En á síðustu dögum sínum í embætti ákvað þáverandi sjávarútvegsráðherra að stórauka sjálfskipaðar hvalveiðiheimildir Íslands og leyfa veiðar á 150 langreyðum og 100 hrefnum árlega til ársins 2013. Næsti sjávarútvegsráðherra afturkallaði ekki ákvörðunina og hvalveiðar í atvinnuskyni hófust á ný í stórum stíl, sem leiddi til þess að 125 langreyðar og 81 hrefna voru veiddar árið 2009. Yfirvöld töldu að aukning í veiðum á langreyðum myndi þýða ábátasaman útflutning til Japan.[24]

2010

Árið 2010 voru fleiri hvalir veiddir í atvinnuskyni en í marga áratugi þar á undan og alls voru 148 langreyðar og 60 hrefnur veiddar.[25]

2011

Snemma árs 2011 mælti Hafrannsóknarstöð með auknum kvóta, þannig að veiða mætti 154 langreyðar og 216 hrefnur, auk þess sem 20 prósent af kvóta ársins á undan flyttist á milli ára. Miðstöðin lagði einnig til hvalveiðar á svæðinu í kringum Jan Mayen, þar sem Noregur hafði einnig leyft hvalveiðikvóta.

Árið 2011 skók skelfilegur jarðskjálfti Japan og flóðbygja reið yfir landið, sem olli hruni á japanska langreyðarmarkaðnum – sem varð til þess að tveggja ára hlé varð á langreyðarveiðum.[26]

2013

Langreyðarveiðar hófust á ný á Íslandi og alls voru 134 langreyðar og 35 hrefnur veiddar.[27]

2014

137 langreyðar og 24 hrefnur veiddar.[28]

2015

155 langreyðar og 29 hrefnur veiddar.[29]

2016

Í febrúar 2018 lýsti Kristján Loftsson – eini Íslendingurinn sem stundaði veiðar á langreyðum – að fyrirtæki hans, Hvalur H/F yrði ekki starfrækt næsta sumar. Japan er eini neytandinn og eini kaupandinn á íslensku langreyðarkjöti og Kristján vísaði í breyttar aðferðir Japana við að flokka hvalkjöt sem ástæðu fyrir því að hann myndi ekki veiða þetta sumar. Þrátt fyrir þetta flutti Hvalur H/F út 1530 tonn af langreyðarafurðum (kjöt þar með talið) í apríl 2016. Þegar afurðirnar komu til Japans í september varð megnið af kjötinu fast í frystiklefum og fór ekki inn á Japansmarkað. Ferðamenn sem heimsækja Ísland eru hins vegar stærstu neytendur hrefnukjöts.[30]

2017

Gallup-könnun sem IFAW stóð fyrir sýndi fram á að 35,4 prósent Íslendinga styðja veiðar á langreyðum – sem er minna en árið áður, þegar stuðningurinn var 40 prósent. Þetta er líka í fyrsta skipti sem slíkar kannanir sýna fram á minna en 50 prósent stuðning almennt við hvalveiðar.[31]

2018Það er talið að ekkert hvalkjöt sé eftir í frystiklefum Kristjáns Loftssonar eftir síðasta útflutning hans til Japan árið 2017. En á 17 apríl 2018 lýsti Kristján Loftsson því yfir að hann myndi hefja á ný veiðar á langreyðum – en hann hefur 238 hvala kvóta. Í ár er hrefnuveiðakvóti Íslands 262 hrefnur.

[1] Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson, Sögufélag, Reykjavík 2015, Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, Trausti Einarsson, Reykjavík 1987 og http://www.whalemuseum.is/whaling-in-iceland/history-of-whaling/

[2] Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson, Sögufélag, Reykjavík 2015, Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, Trausti Einarsson, Reykjavík 1987

[3] http://www.whalemuseum.is/whaling-in-iceland/history-of-whaling/ og Tønnessen J.N., og Johnsen A.O. (1982) The History of Modern Whaling, þýtt úr norsku af Christophersen, R.I., C. Hurst and Company, London.

[4] http://www.whalemuseum.is/whaling-in-iceland/history-of-whaling/, Tønnessen J.N., og Johnsen A.O. (1982) The History of Modern Whaling, þýtt úr norsku af Christophersen, R.I., C. Hurst and Company, London.

[5] Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson, Sögufélag, Reykjavík 2015, Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, Trausti Einarsson, Reykjavík 1987, http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling

[6] http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling. http://www.whalemuseum.is/whaling-in-iceland/history-of-whaling/, Tønnessen, Johan; Arne Odd Johnsen (1982). The History of Modern Whaling. University of California Press, Berkeley. ISBN 0-520-03973-4, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson, Sögufélag, Reykjavík 2015 Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, Trausti Einarsson, Reykjavík 1987

[7] http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling

[8] http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling

[9] http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson, Sögufélag, Reykjavík 2015 Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, Trausti Einarsson, Reykjavík 1987, http://www.whalemuseum.is/whaling-in-iceland/history-of-whaling/

[10] http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling, http://www.whalemuseum.is/whaling-in-iceland/history-of-whaling/, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson, Sögufélag, Reykjavík 2015 Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, Trausti Einarsson, Reykjavík 1987

[11] Scientific Whaling in Iceland: For Whom and Why? International Fund for Animal Welfare, Október 2003.

[12] http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling

[13] Tønnessen, Johan; Arne Odd Johnsen (1982). The History of Modern Whaling. University of California Press, Berkeley. ISBN 0-520-03973-4, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson, Sögufélag, Reykjavík 2015 Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, Trausti Einarsson, Reykjavík 1987, http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling, http://www.whalemuseum.is/whaling-in-iceland/history-of-whaling/

[14] http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling, http://www.whalemuseum.is/whaling-in-iceland/history-of-whaling/

[15] http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling

[16] http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling

[17] http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling, http://www.whalemuseum.is/whaling-in-iceland/history-of-whaling/ and Iceland and Whale Conservation: A briefing by the Iceland Nature Conservation Association, June 2009

[18] http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling, http://www.whalemuseum.is/whaling-in-iceland/history-of-whaling/ and Iceland and Whale Conservation: A briefing by the Iceland Nature Conservation Association, June 2009

[19] Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson, Sögufélag, Reykjavík 2015 Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, Trausti Einarsson, Reykjavík 1987

[20] http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling and Iceland and Whale Conservation: A briefing by the Iceland Nature Conservation Association, June 2009

[21] http://us.whales.org/issues/whaling-in-iceland and Iceland and Whale Conservation: A briefing by the Iceland Nature Conservation Association, Júní 2009

[22] https://iwc.int/table_objection

[23] https://iwc.int/table_objection

[24] http://us.whales.org/issues/in-depth/short-history-of-icelandic-commercial-whaling, http://us.whales.org/issues/whaling-in-iceland and https://iwc.int/table_objection

[25] https://iwc.int/table_objection

[26] https://iwc.int/table_objection

[27] https://iwc.int/table_objection

[28] https://iwc.int/table_objection

[29] https://iwc.int/table_objection

[30] http://us.whales.org/issues/whaling-in-iceland

[31] https://www.ifaw.org/united-kingdom/news/icelandic-support-whaling-fdecline-polling-reveals